Nýjast á Local Suðurnes

Hnútur í samskiptum Grindavíkurbæjar og Brunavarna

Bæjarráð Grindavíkur ræddi samning um sjúkraflutninga á fundi sínum á dögunum og ítrekar beiðni um að fá að sjá samning um sjúkraflutninga í Grindavík. Bæjarráð telur ekki rétt að fara í frekari viðræður við BS án þess að sjá umræddan samning.

Áheyrnarfulltrúi S-lista lagði fram bókun um málið og leggur til við formann bæjarráðs og bæjarstjóra að hafa samband við stjórnarformann BS til að leysa þann hnút sem kominn er upp í samskiptum þessara aðila.