Nýjast á Local Suðurnes

Vilja tvo milljarða frá United Silicon

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra meintra vanefnda vegna framkvæmda við kísilver fyrirtækisins í Helguvík.

Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í morgun, en þar kemur fram að um sé að ræða kröfu vegna reikninga vegna framkvæmda við verksmiðjuna sem nemi um 1,1 milljarði króna og rúmlega 900 milljóna bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins.

Málið var sent fyrir gerðardóm fyrir nokkru síðan, en dómurnn er skipaður einum manni frá ÍAV, öðrum frá United Silicon, og valdi Héraðsdómur Reykjaness oddamanninn.