Nýjast á Local Suðurnes

Glaður vinningshafi – Kaupir sér reglulega Víkingalottómiða á Básnum

Íslendingurinn, sem vann 53,4 millj­ón­ir í Vík­ingalottó­inu í gær, seg­ist ekki vera bú­inn að ákveða hvernig hann muni ráðstafa pen­ingn­um. Er hann þó ákveðinn í að hans nán­asta fjöl­skylda fái veg­legri jóla­gjaf­ir en und­an­far­in ár.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá, en maður­inn var ann­ar tveggja sem höfðu rétt­ar töl­ur í út­drætti gær­dags­ins.

„Þessi glæ­nýi vinn­ings­hafi keypti miðann sinn í Olís Básn­um í Reykja­nes­bæ en hann á oft leið þar um og kaup­ir sér reglu­lega einn Vík­ingalot­tómiða, en að þessu sinni breytti hann aðeins til og keypti sér þrjá miða. „Sem bet­ur fer, ann­ars hefði ég misst af vinn­ingn­um“ sagði hann en vinn­ings­miðinn var núm­er tvö í röðinni upp úr kass­an­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Eng­inn vinn­ing­ur fékkst á hina tvo miðana.

Þá seg­ir hann að til­hugs­un­in, um að eiga allt í einu von á rúm­lega 53,4 millj­ón­um inn á banka­reikn­ing­inn sinn, sé einkar nota­leg og þá sér­stak­lega á þess­um árs­tíma – og bara fyr­ir það eitt að hafa keypt lot­tómiða fyr­ir þúsund krón­ur.