Nýjast á Local Suðurnes

Mikil fækkun rútuferða á Keflavíkurflugvöll

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Flugrútan fer einungis sex ferðir á dag frá BSÍ og út á Keflavíkurflugvöll um þessar mundir. Ferðirnar voru tuttugu á dag áður en flugferðum fækkaði um Keflavíkurflugvöll.

Sömu sögu er að segja af Airport Direct og Airport Express, sem einnig sinna flugfarþegum, samkvæmt upplýsingum sem túristi.is birtir á vef sínum.