Nýjast á Local Suðurnes

Viðvörunarstig vegna veðurs hækkað

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Appelsínugult viðvör­un­arstig gild­ir nú fyr­ir alla lands­hluta á ein­hverj­um tíma­punkti fram á aðfaranótt fimmtu­dags vegna norðan stór­hríðar og storms sem vænt er að gangi yfir landið. Áður hafði verið gef­in út gul viðvör­un, en Veður­stof­an hef­ur hækkað viðvör­un­arstigið á öllu land­inu nema á Aust­ur­landi og Suðaust­ur­landi.

Sam­kvæmt viðvör­un­um á vefsíðu Veður­stof­unn­ar má bú­ast við ofsa­veðri, 20-28 m/​s á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa og geta íbú­ar bú­ist við sam­göngu­t­ur­fl­un­um og lok­un­um á veg­um. Hætta er tal­in á foktjóni og sér­stak­lega tekið fram að ekk­ert ferðaveður sé meðan veðrið gangi yfir.

Búist er við að veðrið nái á Reykjanesið um klukk­an fjög­ur síðdeg­is og nær viðvör­un­in þannig til Faxa­flóa­svæðis­ins, höfuðborg­ar­svæðis­ins, Reykja­ness og Suður­lands líka. Stend­ur viðvör­un­in yfir til miðviku­dags­morg­uns og á Norður­landi eystra fram á seinni part miðviku­dags.

Viðvar­an­ir fyr­ir næstu sól­ar­hringa má í heild sjá hér að neðan og á vefsíðu Veður­stof­unn­ar.

Höfuðborg­ar­svæðið

Norðan storm­ur eða rok (App­el­sínu­gult ástand)

10 des. kl. 16:00 – 11 des. kl. 07:00

Geng­ur í norðan storm eða rok, 20-28 m/​s. Hvass­ast vest­an­til í borg­inni, á Kjal­ar­nesi og Mos­fells­bæ. Sam­göngu­trufl­an­ir eru lík­leg­ar á meðan veðrið geng­ur yfir og trufl­an­ir á flug­sam­göng­um. Hætt er við foktjóni og eru bygg­ing­araðilar hvatt­ir til að ganga vel frá fram­kvæmda­svæðum. Bú­ast má við hækk­andi sjáv­ar­stöðu vegna áhlaðanda og lík­ur á að smá­bát­ar geta lask­ast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá laus­um mun­um og sýna var­kárni.