Nýjast á Local Suðurnes

Fljúga til Bremen í sumar – Farmiðinn á 6.900 krónur

Þýska flugfélagið Germania mun fljúga beint á milli Keflavíkur og Bremen í sumar, líkt og í fyrra vegna frábærrar aðsóknar síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Frá miðjum júní fram í miðjan október flýgur Germania tvisvar í viku til Bremen, en flugtíminn er einungis 3,5 klukkustundir. Verð á mann nemur 6.900 krónum á mann.