Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk unnin á bílaleigubílum

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Tilkynnt var um skemmdarverk á fjórum bílaleigubílum í Reykjanesbæ og þjófnaði úr tveimur þeirra í vikunni. Þegar lögreglumenn á Suðurnesjum komu á vettvang kom í ljós að rúður höfðu verið brotnar í fjórum bílum og útvarpi stolið úr tveimur þeirra. Læsing í einum þeirra hafði verið boruð út og önnur tvö göt höfðu verið boruð í framhurð farþegamegin. Bílaleigan sem á bílana er með geymslusvæði á þessum stað og hafa bílarnir staðið þar í vetur.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að málið sé í rannsókn.