Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugult í kortunum – Allt að 35 m/s

Veðurstofan spáir Vestan 18-28 m/s og að vindhviður verði staðbundið yfir 35 m/s. Hvassast á Reykjanesi og þar má einnig búast við miklum áhlaðanda.

Einnig má búast við skúrum og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi frá klukkan 10 og verður varasamt ferðaveður. Þá segir að nauðsynlegt sé að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.