Suðurnesjamenn í sögulegum EM-hóp Íslands
Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið hópinn fyrir lokakeppni U20 á Krít í júlímánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland á lið í lokakeppni A-deildar í U20. Njarðvíkingarnir Kristinn Pálsson og Snjólfur Marel Stefánsson hafa verið valdir í hópinn, ásamt Grindvíkingnum Ingva Þór Guðmundssyni.
U20 ára liðið situr ekki auðum höndum því í kvöld mætir það U18 ára liði Íslands í æfingaleik í Keflavík kl. 17:15. Þá liggja fyrir æfingaleikir hjá liðinu í Laugardalshöll 19.-21. júní næstkomandi gegn Svíþjóð, Finnlandi og Ísrael.
Hópur Íslands sem keppir á U20 á Krít í júlímánuði
Kári Jónsson – Drexler, USA
Halldór Garðar Hermannson – Þór Þorlákshöfn
Arnór Hermannsson – KR
Kristinn Pálsson – Marist, USA
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR
Eyjólfur Ásberg Halldórsson – Skallagrímur
Snjólfur Stefánsson – Njarðvík
Snorri Vignisson – Breiðablik
Ingvi Þór Guðmundsson – Grindavík
Breki Gylfason – Haukar
Sveinbjörn Jóhannesson – Breiðablik
Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri
Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson