Nýjast á Local Suðurnes

Adam Eiður í Þór Þorlákshöfn

Adam Eiður Ásgeirsson hefur samið við Þór Þorlákshöfn um að leika með liðinu í vetur. Í tilkynningu frá Þór kemur fram að um heldur óvæntar fréttir sé að ræða þar sem að Adam Eiður, sem er alinn upp hjá Njarðvík, gekk í vor til liðs við Hött á Egilsstöðum.

Af persónulegum ástæðum varð ekki úr því að Adam yrði fyrir austan í vetur og hann hafði samband við þjálfarateymi okkar sem tóku vel í beiðni Adams um að taka slaginn með okkur í vetur.

Adam Eiður er 19 ára og 190 cm skotbakvörður sem hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og hann var í 14 manna æfingahóp U20 í sumar, áður en 12 manna hópurinn sem fór til Grikklands var valinn. Sumarið 2016 var hann í U18 ára landsliðinu sem varð Norðurlandameistari en þar var hann samherji Magnúsar Breka. Adam gerði 9,8 stig, tók 2,4 fráköst og gaf 1,6 stoðsendingu í Evrópukeppninni og skaut 44% fyrir utan 3ja stiga línuna.

Á síðasta tímabili lék hann 19 leiki fyrir UMFN og gerði 3,6 stig og tók að auki 1,8 fráköst á tæpum 12 mínutum í leik.
Adam Eiður hefur þegar hafið æfingar með Þórsliðinu.