Michael Craig til liðs við Njarðvík

Njarðvíkingar hafa samið við 24 ára gamlan framvörð, Michael Craig, um að leika með liðinu út leiktíðina í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar hafa leitað að leikmanni frá því að þeir sögðu upp samningnum við Marquis Simmons fyrr í mánuðinum.
Michael Craig er fæddur árið 1991, er mikill að vexti, 195 cm og 110 kg. Hann lék með Southern Mississippi háskólanum í Bandaríkjum, þar sem hann skoraði 12 stig í leik og tók sjö fráköst.
Fyrr í dag tilkynntu Njarðvíkingar að samningar hefðu náðast við bakvörðinn öfluga Odd Kristjánsson um að leika með liðinu. Oddur hefur verið einn af burðarásum liðs ÍR í vetur og skorað um 18 stig á leik að meðaltali.