Nýjast á Local Suðurnes

Ráðist á strætóbílstjóra – Lögregla óskar eftir því að vitni gefi sig fram

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í dag, en ráðist var á bilstjóra strætó. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að vitað sé til þess að atburðurinn, sem átti sér stað klukkan 17:25, hafi verið tekinn upp á snjallsíma.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna á Suðurnesjum annaðhvort í gegnum Messenger eða í síma 444-2200.