Nýjast á Local Suðurnes

Reyndi að tæla unga stúlku upp í bíl – Leit lögreglu að manninum ekki borið árangur

Leit lögreglu að karlmanni sem reyndi að tæla unga stúlku upp í bíl með sér hefur ekki borið árangur, en atvikið átti sér stað í Reykjanesbæ í gær. Greint hefur verið frá fleiri slíkum atvikum á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Maðurinn sagði stúlkunni að móðir hennar væri slösuð eftir umferðarslys og hún þyrfti að koma með honum upp í bifreiðina. Stúlkan brást hárrétt við með því að hlaupa í burtu og rakleiðis heim þar sem hún lét vita um atvikið.

Lögreglan á Suðurnesjum biður foreldra að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bifreiðar með ókunnugum og tilkynna strax um atvik sem þetta.