Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið og fulltrúar fyrirtækja í Grindavík nutu góðs af gestrisni ráðherra

Mynd: Bláa lónið

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu, þar á meðal voru fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum.

Frá þessu er greint á vef Vísis, en upplýsingar um kostnaðinn eru fengnar á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn.