Nýjast á Local Suðurnes

Nettó eflir heimsendingar – Tugir nýrra starfsmanna og bíla

Nettó hef­ur ráðið inn á sjötta tug nýrra starfs­manna vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar í net­versl­un fyr­ir­tæk­is­ins. Þar á meðal hafa tutt­ugu bíl­stjór­ar verið ráðnir og yfir 10 nýir bíl­ar keypt­ir til viðbót­ar við þá sem fyr­ir eru reknir af fyr­ir­tæk­inu aha, sam­starfsaðila Nettó í net­versl­un­inni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Nettó býður upp á heimsendingar á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu auk þess sem nýlega var hafist handa við að keyra út vör­ur í Borg­ar­nesi og á Sel­fossi.