Nettó eflir heimsendingar – Tugir nýrra starfsmanna og bíla

Nettó hefur ráðið inn á sjötta tug nýrra starfsmanna vegna mikillar eftirspurnar í netverslun fyrirtækisins. Þar á meðal hafa tuttugu bílstjórar verið ráðnir og yfir 10 nýir bílar keyptir til viðbótar við þá sem fyrir eru reknir af fyrirtækinu aha, samstarfsaðila Nettó í netversluninni. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nettó býður upp á heimsendingar á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu auk þess sem nýlega var hafist handa við að keyra út vörur í Borgarnesi og á Selfossi.