Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að Keflavík og Njarðvík fái á þriðja tug milljóna

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur til við bæjarstjórn að íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík fái 22 milljóna króna styrk vegna tapaðra tekna í kjölfar samkomubanns.

Lagt er til að Keflavík íþrótta- og ungmennafélag fái úthlutað 14.000.000 króna og Ungmennafélag Njarðvíkur 8.000.000 króna til að tryggja að nauðsynlegt íþróttastarf geti farið fram í sveitarfélaginu.

Einnig telur ráðið mikilvægt að það sé upplýst reglulega um stöðuna hjá íþróttafélögunum á næstu mánuðum.