Nýjast á Local Suðurnes

Eltu ökumenn uppi á hlaupum

Ökumaður sem lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði af­skipti af í vik­unni, vegna gruns um að hann æki und­ir áhrif­um fíkni­efna, tók á rás frá lög­reglu en var á end­an­um hlaup­inn uppi og hand­tek­inn. Var maður­inn lát­inn laus úr haldi eft­ir sýna­tök­ur og skýrslu­töku á lög­reglu­stöð. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá lögreglu.

Þá þurfti lög­regla að hlaupi uppi ann­an öku­mann sem reyndi að stinga af. Hann var grunaður um að hafa ekið bif­reið sinni í skurð og reyndi að aka henni aft­ur upp úr skurðinum þegar lög­regla kom á vett­vang. Maður­inn hafði verið svipt­ur öku­rétt­ind­um og hafði meint fíkni­efni í fór­um sín­um. Var maður­inn hand­tek­inn og færður á lög­reglu­stöð. 

Lög­regla veitti síðan þriðja öku­mann­in­um eft­ir­för drykk­lang­an spöl þar sem hann sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um. Maður­inn hafði ekið á mikl­um hraða, meðal ann­ars yfir hring­torg sem á vegi hans varð. Hann var hand­tek­inn vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is.