Nýjast á Local Suðurnes

Fermingar fyrr og nú á Bókasafni Reykjanesbæjar – Óska eftir fermingarmyndum bæjarbúa

Bókasafni Reykjanesbæjar mun setja upp sýningu í Átthagastofu um fermingar fyrr og nú. Sýningin opnar föstudaginn 31. mars og mun standa fram yfir Hvítasunnu.

Bæjarbúar eru beðnir að taka þátt í sýningunni og koma með fermingarmyndir af sér í safnið sem verða til sýnis á sýningunni. Einnig eru bæjarbúar hvattir til að koma með aðra muni, sem tengjast fermingum á einn eða annan hátt, eins og servíettur, kerti, skeyti eða annað sem mögulega hefur varðveist.

Fyllstu varúðar verður gætt við vörslu muna og mynda og að sjálfsögðu verður öllu skilað í lok sýningar. Allar upplýsingar má nálgast hjá Önnu Margréti Ólafsdóttur verkefnastýru safnsins,í gegnum netfangið anna.m.olafsdottir@reykjanesbaer.is eða í síma 421-6774.