Nýjast á Local Suðurnes

Meirihlutinn heldur velli í Reykjanesbæ

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar heldur velli í Reykjanesbæ og styrkir sig í sessi, þar sem Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði, 28,1 prósent og þrjá fulltrúa. Framsókn fær líka þrjá fulltrúa, einum fleiri en síðast, með 22,6 prósent atkvæði á bak við sig. Samfylkingin er nú þriðji stærsti flokkur bæjarins, fær 22,1 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Bein leið fær einn fulltrúa og U-listi Umbótar líka, en Píratar og Miðflokkur náði ekki inn manni að þessu sinni.