Nýjast á Local Suðurnes

Hraun rennur úr sprungum við brú á milli heimsálfa

Hraun er tekið að renna úr sprungum við brúnna á milli heimsálfa á Reykjanesi. Þetta sýna myndir sem teknar voru úr þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt í þessu.

Viðbragðsaðilar eru mættir á svæðið, en ekki er talin þörf á að loka fyrir umferð um svæðið að svo stöddu. Í frétt á vef Veðurstofu Íslands segir að líklegt sé að svæðinu verði lokað á næstu klukkustundum.