Nýjast á Local Suðurnes

Engar viðræður í gangi um öryggisvistun

Engar viðræður eru í ganga á milli Reykjanesbæjar og ráðuneytis varðandi húsnæði undir öryggisistun fyrir ósakhæfa einstaklinga í sveitarfélaginu og í tillögu um breytt aðalskipulag fyrir Dalshverfi hefur tillaga um slíka byggingu verið felld út.

Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi, segir í umræðum um málið í Facebook-hópnum “Reykjanesbær – Betri bær” að engar viðræður séu í gangi í augnablikinu varðandi slíka starfsemi í sveitarfélaginu.

Lög um starfsemina, þarfagreining og starfsemislýsing hefur enn ekki verið samþykkt, eftir því sem fram kemur í greinargerð með endurskoðuðu aðalskipulagi, en þar segir meðal annars að “Staðsetning Öryggisvistunar verði ákveðin í kjölfar staðarvalsgreiningar þegar lög um starfsemina, þarfagreining og starfsemislýsing liggur fyrir.”