Nýjast á Local Suðurnes

Heiðarskóli tók gullið og Holtaskóli silfrið í Skólahreysti

Heiðarskóli í Keflavík vann Skólahreysti 2023 með 67 stigum. Úrslitin fóru fram í Laugardalshöll.

Tólf skólar kepptu til úrslita, þar af þrír úr Reykjanesbæ, Heiðarskóli, Holtaskóli og Stapaskóli.

Skólahreysti skiptist upp í fimm þrautir. Upphífingar, armbeygjur, dýfur, hreystigreip og hraðaþraut. Heiðarskóli sigraði þrjár greinar, Jón Ágúst Jónsson tók 52 upphífingar og 49 dýfur og þau Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Sigurpáll Magni Sigurðsson unnu hraðaþrautina á tímanum 2 mínútur og 9 sekúndur. Alísa Myrra Bjarnadóttir úr sama skóla hafnaði svo í fjórða sæti í armbeygjunum og því þriðja í hreystigreipinni. Heiðarskóli vann keppninameð 67 stig af 72 mögulegum. Holtaskóli var svo í öðru sæti.

Mynd: Skjáskot / RÚV