Nýjast á Local Suðurnes

Slegist um eina flottustu sjávarlóðina á Suðurnesjum

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Hlutkesti mun fara fram milli umsóknaraðila um sjávarlóð við Brekadal í Reykjanesbæ, en um er að ræða lóð á afar góðum stað með tilliti til útsýnis.

Skipulagsfulltrúa hefur verið falið að sjá um hlutkestið fyrir hönd Reykjanesbæjar og verður umsóknaraðilum boðið að vera viðstaddir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlutkesti verður látið ráða hver hreppir þessa lóð, en henni var úthlutað fyrr í vetur eftir hlutkesti á milli tíu aðila. Að þessu sinni eru aðilarnir sem sækja um lóðina fjórir. Niðurstaðan verður kynnt á næsta fundi umhverfisráðs Reykjanesbæjar.

Svæðið er vinsælt þegar kemur að byggingu glæsihýsa, en samfélagsmiðlastjarnan og viðskiptagúrúinn Andrea Maack byggir glæsivillu sína Geopark-villa í næsta nágrenni, en sérstök vefsíða hefur verið sett í loftið í kringum verkefnið, en þar má sjá myndir og myndbönd frá því áður en framkvæmdir hófust.