Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrum forsvarsmenn glímudeildar eiga von á bréfi

Miklar deilur hafa staðið um fyrrum Glímudeild UMFN undanfarið rúmt ár, en glímudeildin var lögð niður af aðalstjórn UMFN í september síðastliðnum í kjölfar deilna.

Málefni deildarinnar hafa verið rædd á fundum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar undanfarið og á síðasta fundi var ákveðið að senda fyrrverandi forsvarsmönnum deildarinnar bréf. Ekkert er þó gefið upp um efnið bréfsins í fundargerðum.

Málefni deildarinnar hafa undanfarið ratað ítrekað í fréttir, meðal annars vegna ásakana um þjófnað á fjármunum deildarinnar, brottreksturs stofnanda deildarinnar, ofsókna eltihrellis og brottrekstur erlends þjálfara svo eitthvað sé nefnt.