Nýjast á Local Suðurnes

Spá snælduvitlausu veðri – Icelandair aflýsir

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veður­stof­an hef­ur gefið út app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir vegna aust­an­vonsku­veðurs á land­inu öllu á föstu­dag, en reiknað er með að lægðin muni fyrst hafa áhrif á sunn­an­verðu land­inu aðfaranótt föstu­dags.

Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs, en Ameríkuflug félagsins er þó enn á áætlun. Öll flug með öðrum flugfélögum eru á áætlun.

Bú­ast má við víðtæk­um sam­göngu­trufl­un­um á land­inu og ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi. Við suður­strönd lands­ins má bú­ast við því að vind­hviður við fjöll verði hættu­leg­ar og geti farið yfir 50 m/​s.