Spá snælduvitlausu veðri – Icelandair aflýsir

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna austanvonskuveðurs á landinu öllu á föstudag, en reiknað er með að lægðin muni fyrst hafa áhrif á sunnanverðu landinu aðfaranótt föstudags.
Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs, en Ameríkuflug félagsins er þó enn á áætlun. Öll flug með öðrum flugfélögum eru á áætlun.
Búast má við víðtækum samgöngutruflunum á landinu og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Við suðurströnd landsins má búast við því að vindhviður við fjöll verði hættulegar og geti farið yfir 50 m/s.