Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut mögulega lokað upp úr miðnætti

Mynd: Skjáskot You-tube / Ívar Gunnarsson

Almannavarnardeild Rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur lýst yfir óvissu­stigi fyr­ir allt landið vegna aust­an af­taka­veðurs sem von er á á morg­un, föstu­dag. Veður­stofa Íslands spá­ir af­taka­veðri með app­el­sínu­gul­um veðurviðvör­un­um um allt land.

Vegagerðin hefur birt yfirlit yfir þá vegi sem mögulega verður lokað vegna veðursins, en Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru þar á meðal. Samkvæmt lista Vegagerðarinnar má búast við lokunum á vegum hér á svæðinu fljótlega eftir miðnætti og munu mögulegar lokanir standa til klukkan 14.

Listi yfir þá vegi sem mögulega verður lokað: