Nýjast á Local Suðurnes

Forsala á Suðurnesjaslag

Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Suðurnesjamenn geta tryggt sér miða á leikinn milli Njarðvíkur og Keflavíkur í Inkasso-deildinni í forsölu.

Leikurinn fer fram á morgun og verður  forsöla í kvöld milli kl. 18:00 og 20:00 á skrifstofu deildarinnar í Vallarhúsinu við Afreksbraut. Aðgangsmiðinn á leikinn kostar kr. 1,500.- Aðgangsmiði fyrir aldurinn 16. til 24 ára er kr. 1,000 kr.

Þá geta þeir sem vilja versla aðgangskort á heimaleikina í sumar einnig komið, ásamt því að hægt er að ganga í Stuðningsmannafélagið Njarðmenn á sama tíma.

Kortin í boði eru

Heimaleikjakort, veitir aðgang að heimaleikjum í Inkasso-deildinni og kostar kr. 10,000.- (909 kr pr. leik). Einnig kort fyrir 16 til 24 ára sem heitir Komdu á völlinn á kr. 7,500 kr (681 kr pr.leik), þessi kort veita ekki aðgang að sal í hálfleik.