Nýjast á Local Suðurnes

Kvennakór tók lagið úti á svölum í rjómablíðu – Myndband!

Suðurnesjamaðurinn Bjarni Geir Bjarnason festi á dögunum kaup á Hótel Eyjum í Vestmannaeyjum, ásamt fjölskyldu sinni, en undanfarin ár hafa þau rekið gistiheimilið BGB Guesthouse við Hafnargötu í Reykjanesbæ, við góðan orðstýr.

Það er aldrei lognmolla í kringum Bjarna Geir og hefur kappinn verið duglegur að deila skemmtilegum uppákomum á Facebook-síðu Hótel Eyja. Hér fyrir neðan má sjá eina slíka, þega kór 50 kvenna tók lagið á svölum hótelsins.

 

Hótel Eyjar er kjörinn staður til að gista á fyrir þá sem hafa hug á að skreppa til Eyja, en það má panta sér herbergi með því að smella hér.