Nýjast á Local Suðurnes

Tóku lagið á Loksins-bar rétt fyrir brottför – Myndband!

Það er oft kátt á hjalla á Loksins-bar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eins og sannaðist á dögunum þegar fjöldi fólks tók upp á því að taka lagið á barnum.

Á Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar er birt myndband af gjörningnum, sem sjá má hér fyrir neðan. Í færslunni kemur fram að það sé þó ekki algengt að stórir hópar bresti í söng á barnum, en að það gerist.