Nýjast á Local Suðurnes

Talsvert magn af úrkomu á Reykjanesi í dag

Í dag er spáð allhvassri suðaustanátt á sunnanverðu landinu, auk þess sem veðurfræðingar Veðurstofu Íslands gera ráð fyrir talsverðu magni af úrkomu á Reykjanesi í dag.

Veðurspáin fyrir landið í dag og á morgun er svohljóðandi: Suðaustan 8-15 með rigningu, en mun hægari og þurrt A-til fram yfir hádegi. Minnkandi úrkoma seint í dag en bætir í vind, einkum V-til, hvassast á N-verðu Snæfellsnesi. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast nyrðra.

Suðaustan 8-15 á morgun og víða rigning en lengst af þurrt N-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.