Léttir til þegar líður á vikuna – Hiti á bilinu 10-15 stig

Hiti verður yfirleitt um 10 til 15 stig að deginum út vikuna, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands og verða skúrir í dag, en léttir til þegar líður á vikuna.
Spáin fyrir vikuna:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, en fer að rigna SA-til seinni partinn. Austan 3-10 m/s og víða skúrir á morgun en sums staðar rigning syðst og austast. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning sunnan til en síðdegisskúrir fyrir norðan. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast N- og V-lands.
Á miðvikudag:
Hæg norðaustlæg átt og dálítil væta A-lands, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á SV-landi.
Á fimmtudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Rigning á N- og A-landi, en annars víða léttskýjað. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á föstudag:
Norðaustanátt og dálítil væta með köflum, en þurrt að kalla SV-til. Áfram fremur hlýtt.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir hæga vinda, smá vætu á víð og dreif og heldur svalara veður.