Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn og færður á lögreglustöð eftir þjófnað

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Öryggisvörður fann tóman kassann utan af henni og þar með uppgötvaðist þjófnaðurinn. Hnuplið sást á myndum úr öryggismyndavél verslunarinnar og lögregla rannsakar málið.

Þá var tilkynnt um hnupl úr verslun í Reykjanesbæ. Þar hafði einstaklingur sett varning í bakpoka sinn sem hann ætlaði síðan að laumast með út úr versluninni án þess að borga. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.