Nýjast á Local Suðurnes

Þarf að standa skil á gerðum sínum eftir árekstur á Reykjanesbraut

Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið eftir Reykjanesbraut í gær missti stjórn á sinni bifreið með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda ökutækisins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa.

Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum, segir í tilkynningu lögreglu.