Nýjast á Local Suðurnes

Uppsögn bæjarstjóra kostar tæplega 14 milljónir króna

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir tæplega 14 milljóna króna viðauka á fjárhagsárið 2016 vegna starfsloka fráfarandi bæjarstjóra.

Laun og launatengd gjöld nema rúmlega 12 milljónum, aðkeypt þjónusta vegna uppsagnarinnar nemur 1.430.000 krónum, þar af fóru 265.000 krónur í auglýsingar, lögfræðiráðgjöf vegna málsins kemur til með að kosta bæjarsjóð 665.000 krónur og ráðgjöf við ráðningu 500.000 krónur. Bæjarráð lagði því til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki að fjárhæð 13.509.000 krónur.

Í yfirlýsingu meirihluta bæjarstjórnar frá því í nóvemberbyrjun kom fram að áætlaður kostnaður við starfslokin yrði um 6 milljónir króna.