Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn í kvöld

Njarðvíkingar taka á móti KR-ingum í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Þetta er annar leikur liðanna, en KR-ingar leiða 1-0 í einvíginu eftir öruggan sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna.

Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur kemur fram að ekkert annað komi til greina en að jafna metin í einvígi liðanna og þeir grænu lofa fjöri í Ljónagryfjunni í kvöld, en húsið opnar klukkan 18, og munu Njarðvíkingar tendra grillin og bjóða upp á eðal hamborgara. Fjörið á parketinu hefst svo klukkan 19:15.

Grillin verða tendruð kl. 18:00
Aðgangseyrir: 2000 kr
Borgari + gos/svali: 1500 kr.