Nýjast á Local Suðurnes

Inkasso-deildin: Sigur hjá Grindavík – Enn eitt jafnteflið hjá Keflavík

Grindvíkingar og Keflvíkingar áttu leiki í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær, Grindvíkingar höfðu sigur á Fram og Keflvíkingar skelltu í enn eitt jafnteflið.

Tvö mörk, annað frá William Daniels og hitt frá Rodrgio Gomes Mateo, undir lok fyrri hálfleiks í leik Grindavíkur og Fram á Laugardalsvelli í gær, reyndust nóg til þess að Grindvíkingar hefðu sigur. Liðið er ní í öðru sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu með 21 stig eftir 11 leiki.

Engin mörk voru skoruð á Nettó-vellinum í Keflavík, þegar heimamenn tóku á móti Leikni. Þetta var sjötta jafntefli Keflvíkinga í sumar, en þeir sitja nú í 5. sæti deildarinnar með 18. stig.