Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már gerir það gott hjá Barry – Fær viðurkenningu fyrir góðan námsárangur

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum, en hann hlaut nýverið viðurkenningu frá bandaríska körfuknattleikssambandinu fyrir frábæran námsárangur.

Viðurkenningin sem Elvar Már hlaut að þessu sinni nefnist National Association of Basketball Coaches Honors Court, en hún er veitt körfuknattleiksfólki sem stendur sig vel í námi. Elvar Már var með 3.235 í meðaleinkunn samkvæmt heimaíðu Barry háskóla.

Elvar Már hlaut fjölda viðurkenninga á síðasta tímabili, meðal annars valinn leikmaður SSC-deildarinnar og komst í lið ársins í sömu deild.