Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már heldur áfram að hlaða á sig viðurkenningum í bandaríska háskólaboltanum

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti frábært tímabil í bandaríska háskólakörfuboltanum þar sem hann leikur með liði Barry háskóla. Elvar Már var í byrjunarliðinu í öllum 30 leikjum liðsins og gaf að meðaltali 7,7 stoðsendingar í leik, sem tryggði honum fimmta sætið á landsvísu í þeim flokki. Þá varð hann í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn SSC deildarinnar, með 17,4 stig að meðaltali í leik. Elvar Már var með tæplega 90% nýtingu af vítalínunni og um 35% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Elvar Már var þrisvar sinnum valinn í lið vikunnar í SSC-deildinni, auk þess að vera valinn í lið ársins í sömu deild. Þá var tilkynnt um það í dag að Elvar Már hafi verið valinn í lið ársins í suðurhluta NABC-deildarinnar, en það lið er valið af þjálfurum úr öllum deildum háskólaboltans.