Nýjast á Local Suðurnes

Gul viðvörun – Éljagangur og lélegt skyggni

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 10-18 m/s og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en vætu með köflum norðaustantil í dag. Hiti 3 til 10 stig. Hægari í kvöld og kólnar með skúrum eða slydduéljum, en hvessir sunnantil í nótt.

Frá klukkan þrjú í nótt tekur gildi gul viðvörun þar sem gert er ráð fyrir Suðvestan 13-23 og éljagangi á morgun, hvassast í éljahryðjum. Þá er gert ráð fyrir lélegu skyggni á milli og erfiðum akstursskilyrðium.