Nýjast á Local Suðurnes

Vara við ofsaveðri – Vegagerðin varar sérstaklega við aðstæðum á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Veðurstofan varar við ofsaveðri í nótt og í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að á Reykja­nesskaga megi bú­ast við að vind­hraðinn í fyrra­málið verði á bil­inu 23-28 m/​s, sem gæti mögu­lega leitt til trufl­ana á flugi. Vind­hraði í verstu hviðunum get­ur svo náð allt að 35-40 m/​s.

Þá hefur Vegagerðin séð ástæðu til að vara sérstaklega við aðstæðum á Reykjanesbraut á milli kl. 09 og 11, þar sem vindur þvert á veginn verður 22-25 m/s með hviðum 35 m/s. Slagveðursrigning á sama tíma og vatn í hjólförum.

Fólki er bent á að huga að lausa­mun­um þegar tvær óveðurs­lægðir fara yfir landið næsta sól­ar­hring­inn. All­mikið lægðardrag með roki og rign­ingu fer yfir Suður- og Vest­ur­land í nótt.