Nýjast á Local Suðurnes

Blue keypti bifreiðar fyrir 5,1 milljarð

Bílaleigan Blue Car Rental, sem er staðsett í Reykjanesbæ , keypti bifreiðar fyrir 5,1 milljarð í fyrra, samanborið við 1,5 milljarða árið 2021. Árið 2022 var eitt af þremur stærstu árum bílaleigunnar þegar kemur að bílakaupum, að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins í spjalli við Viðskiptablaðið.

Mikla fjárfestingu á síðasta ári mega bæði rekja til endurnýjunar og uppsafnaðrar þarfar, en gert erráð fyrir minni fjárfestingu í bílum í ár, segir í umfjöllun blaðsins.