Nýjast á Local Suðurnes

Vilja byggja trampólínkörfuboltavöll í Grindavík

Vonast er til að fyrsti trampólínkörfuboltavöllurinn á landinu verði byggður í Grindavík og komist í gagnið fyrir næsta sumar.

Ungmennaráð hefur kynnt hugmynd sína að trampólínkörfuboltavelli fyrir bæjarstjórn en málið verður tekið fyrir á fundi hennar á næstu dögum. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs bæjarins er bjartsýnn á útkomuna en svona völlur kostar 10-20 milljónir. Völlurinn er eins og nafnið gefur til kynna; körfuboltavöllur með trampólínum í stað venjulegs undirlags. Frá þessu er greint á Vísi.is