Nýjast á Local Suðurnes

Sigurbergur og Stefan Alexander valdir í undirbúningshóp U17 landsliðsins

Keflvíkingar halda áfram að unga út landsliðsmönnum í knattspyrnunni, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, Anita Lind Daníelsdóttir hefur verið á ferðinni með U17 liðinu og nú hafa tveir ungir og efnilegir drengir úr Keflavík þeir Sigurbergur Bjarnason og Stefan Alexander Ljubicic hafa verið valdir í U-17 ára landslið Íslands.

Liðið er á fullu að undirbúa sig fyrir milliriðla í Frakklandi sem fara fram í mars/apríl.  Sigurbergur og Stefan eru fæddir árið 1999 en komu báðir við sögu með Keflavík í Pepsi-deildinni síðasta sumar.  Þeir eiga báðir nokkra leiki að baki með U-17 ára liðinu.