Nýjast á Local Suðurnes

Þrjár Suðurnesjastúlkur léku með U19 landsliðinu gegn Póllandi

U19 ára landslið kvenna varð að lúta í lægra haldi gegn Póllandi í vináttulandsleik sem leikinn var í Sandgerði. Eitt mark var skorað í leiknum en það var Pólland sem skoraði í í upphafi síðari hálfleiks.

Þrjár Suðurnesjastúlkur voru valdar í liðið fyrir leikinn og fengu þær allar að spreyta sig, þær Anita Lind Daníelsdóttir úr Keflavík og Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir voru í byrjunarliðinu og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík hóf leikinn á bekknum. Dröfn var skipt útaf í leikhléi og Anitu undir lok leiksins. Sveindís kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleik.

Myndasafn frá leiknum má finna á Facebook-síðu KSÍ.

Sveindís Jane tekur sig vel út í landsliðsbúningnum

Sveindís Jane tekur sig vel út í landsliðsbúningnum