Nýjast á Local Suðurnes

Mark í uppbótartíma tryggði Keflavík sigur í grannaslag

Keflavíkurstúlkur léku eftir leik strákanna, sem lögðu Grindvíkinga að velli í Inkasso-deildinni á dögunum, og lögðu Grindvíkinga að velli í grannaslag 1. deildar kvenna. Keflvíkingar eru í öðru sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar en Grindvíkingar í því fjórða.

Keflvíkingar skoruðu sigurmark leiksins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og var þar að verki Anita Lind Daníelsdóttir.