Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir af Suðurnesjum aðstoða við leit að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Níu manna hópur frá Björgunarsveitinni Suðurnes tekur þátt í leit að tveimur rjúpnaskyttum, björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Snæ­fellsnesi og Vest­ur­landi voru kallaðar út um klukk­an 22.30 í gærkvöldi. Í morgun var svo bætt við hópum af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Hópur frá Björgunarsveitinni Suðurnes lagði af stað snemma í morgun, en aðstæður til leit­ar eru erfiðar, dimm þoka ligg­ur yfir leit­ar­svæðinu sem er erfitt yf­ir­ferðar. Stjórn­stöðvar­bíll og tveir aðgerðar­stjórn­end­ur ef höfuðborg­ar­svæðinu eru á leið á vett­vang og áætl­un­ar­hóp­ur Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hef­ur verið kallaður sam­an í björg­un­ar­miðstöðina við Skóg­ar­hlíð til að aðstoða við skipu­lagn­ingu leit­araðgerða, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.