Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Már er Grindvíkingur ársins – Mokaði snjó frá öllum húsum bæjarins

Arnar Már Ólafsson er Grindvíkingur ársins 2017, en það er Grindavíkurbær sem stendur fyrir kjörinu. Arnar hefur vakið athygli margra fyrir dugnað og ósérhlífni í garð samborgara sinna.

Um leið og það byrjar að snjóa er Arnar mættur og mokar snjónum frá húsum allra íbúa bæjarins, segir á vef sveitarfélagsins. Aldrei þiggur hann greiðslu fyrir og ef honum er boðin greiðsla svarar hann einfaldlega með bros á vör: „Ég vil bara að fólk njóti þess.“

„Arnar Már Ólafsson er góð fyrirmynd og hann gerir góðan bæ enn betri. Ef allir væru jafn jákvæðir og glaðir og Arnar Már þá væri heimurinn betri.“ – Sagði í einni tilnefningunni sem Arnar fékk.

Nánar má lesa um kjörið á manni ársins á vef Grindavíkurbæjar.