Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík stöðvar allt barna-og unglingastarf

Njarðvíkingar hafa náð að skapa skemmtilega stemningu á leikjum kvennaliðsins, sem hefur komið á óvart í deildinni

UMFN hefur ákveðið að fella niður allt barna- og unglingastarf á vegum félagsins fram yfir 20. október næstkomandi. Þetta er gert í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Tilkynningu félagsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Í ljósi nýrra Covid-19 smita í Reykjanesbæ sem hafa nú teygt anga sína inn í íþróttastarfið og víðar ætlum við hjá UMFN að sinna samfélagslegri skyldu okkar með því að stöðva allt barna- og unglingastarf hjá öllum deildum frá og með deginum í dag og fram yfir vetrarleyfi skólanna þ.e. 20. október n.k.

Nú þegar eru fjöldi iðkenda og þjálfara í sóttkví og ný smit komin í ferli hjá smitrakningarteymi Almannavarna.

Viljum biðla til foreldra að kynna sér vel ráðleggingar á https://www.covid.is/.
Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra barna í sóttkví Leiðbeiningar frá Landlækni