Nýjast á Local Suðurnes

Suðurstrandarvegur lokaður – Búist við skafbyl á Suðurnesjum með kvöldinu

Vegagerðin hefur tilkynnt um lokun á Suðurstrandarvegi. Samkvæmt vef stofnunarinnar er þæfingsfærð í Ölfusi ástæða lokunarinnar. Þá er hálka og éljagangur á höfuðborgarsvæðinu og búist er við að færð geti tekið að spillast seinni part dags ef spár ganga eftir og það tekur að hvessa.

Samkvæmt spá veðurstofu má búast við skafbyl á Suðurnesjum upp úr klukkan 20 í kvöld. Upplýsingasími um færð og veður, 1777 er opinn til klukkan 22 á kvöldin og er fólk hvatt til að nýta sér hann ef leggja á í ferðalög.