Grindvíkingar óheppnir gegn Haukum
Grindvíkingar voru óheppnir að ná ekki að sigra Hauka þegar liðin áttust við í Grindavík í kvöld, lokatölur urðu 2-2, en Grindvíkingar voru 2-0 yfir í hálfleik en Haukar skoruðu jöfnunarmarkið á lokamínútu leiksins.
Það voru þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Axel Freyr Hilmarsson sem skoruðu mörk Grindvíkinga sem eru í 5. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Þór sem á leik til góða. Með sigri í kvöld hefðu Grindvíkingar blandað sér fyrir alvöru í toppbaráttuna.